Síðasti séns á Janssen fyrir sumarfrí

Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Fyrstur kemur, fyrstur fær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir við mbl.is að nóg sé af skömmtum eftir af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. 

Öllum sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr er frjálst að mæta næsta klukkutímann eða til klukkan 15:30 og þiggja sinn skammt. 

Eftir daginn í dag verður ekki lengur hægt að fá bóluefni Janssen í sumar og Ragnheiður tók sérstaklega fram að það verði ekki bólusett með Janssen næsta fimmtudag eins og áætlanir gerðu ráð fyrir að gæti gerst, vegna dræmrar þátttöku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert