Sýslumaðurinn býður upp enskan setterhund

Enskur setterhundur. Þó ekki hundurinn sem boðinn verður upp n.k. …
Enskur setterhundur. Þó ekki hundurinn sem boðinn verður upp n.k. þriðjudag.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti í Morgunblaðinu í gær uppboð til slita á sameign. Á þriðjudaginn næsta verður boðinn upp enskur setterhundur sem kallast Rjúpnabrekku blakkur. Tekið er fram í auglýsingunni að greiða þurfi fyrir hundinn við hamarshögg.

Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað til þess að hundur hafi áður verið boðinn upp á vegum embættisins. Komið hefur fyrir að hestar séu boðnir upp en ekki önnur dýr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert