Þjóðkirkjan stöðvar ráðningar tímabundið

Þjóðkirkjan.
Þjóðkirkjan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samþykkt var á aukakirkjuþingi á laugardag að nýráðningar hjá Þjóðkirkjunni-biskupsstofu skyldu stöðvaðar tímabundið eða til 1. nóvember. 

Fram kemur á vef kirkjunnar að þetta sé gert vegna fjárhagsstöðu kirkjunnar. 

Aukakirkjuþingi var frestað á sunnudagskvöld til 27. ágúst næstkomandi. Nýgerður kjarasamningur milli Prestafélags Íslands og kjaranefndar Þjóðkirkjunnar var lagður fyrir kirkjuþing og samþykktur sama kvöld. 

Þá var samþykkt tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um starfskostnað vegna prestþjónustu og prófastsstarfa. 

Kynningu á nýsamþykktum þjóðkirkjulögum var frestað fram í ágúst þegar aukakirkjuþing kemur aftur saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert