Þríburar brautskráðust á sama degi

Þór, Jón Friðrik og Kristján Guðmundssynir með prófskírteinin sín.
Þór, Jón Friðrik og Kristján Guðmundssynir með prófskírteinin sín.

Þríburarnir Þór, Jón Friðrik og Kristján Guðjónssynir eru 23 ára iðnaðarverkfræðingar búsettir á Seltjarnarnesi. Þeir gengu saman í Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla, að því loknu fóru þeir saman í Verzlunarskóla Íslands og um síðustu helgi brautskráðust þeir allir með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Kristján, einn bræðranna, segir að þeir hafi hjálpað hver öðrum með námið. „Já, þetta var hálfgerð samvinna stundum. En það er bara eins og að vinna með öðrum samnemendum í verkfræðinni. Við skiptumst á glósum og hjálpuðumst að með heimaverkefni. Það er þægilegra þegar þrír bekkjarbræður eru undir sama þaki.“

Kristján segir það hvetjandi að geta gert einkunnasamanburð við bræður sína. „Já, það var alltaf einhver samanburður þarna á milli, svolítil keppni.“

Sigurlaug Vilhelmsdóttir, móðir þríburanna, segir þá alltaf hafa verið mjög samheldna en erft raunvísindaáhugann frá föður sínum, sem er verkfræðingur. Þeir hafi alltaf verið miklir námshestar og haft gaman af því að læra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert