Uppsveifla í sölu á dúni

Æðarhreiður á Vatnsleysuströnd.
Æðarhreiður á Vatnsleysuströnd. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Ég er mjög bjartsýn. Mér finnst allt vera upp á við. Það hefur gengið betur að selja æðardún nú en undanfarin 3-4 ár,“ sagði Erla Friðriksdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensks æðardúns (King Eider) í Stykkishólmi. Hún er einn stærsti útflytjandi æðardúns á Íslandi.

Verðið er nú í lægri kantinum að sögn Erlu. Japanir og Þjóðverjar hafa verið helstu kaupendur æðardúns. Erla segir að aðalútflutningslandið nú sé Þýskaland en áður var það Japan. Einnig eru nýir kaupendur að bætast við.

Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands, er með æðarvarp á Suðurlandi. Hún sagði að kollan hefði þar orpið snemma í vor. Hún hafði fregnir af því að leiðindaveður hefði haft áhrif á dúntekju í Breiðafirði. Tófa hafði komist í varp á Melrakkasléttu og valdið þar miklum usla, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »