985 undirskriftir afhentar heilbrigðisráðherra

Theódór Skúli Sigurðsson og Steinunn Þórðardóttir.
Theódór Skúli Sigurðsson og Steinunn Þórðardóttir. Ljósmynd/Læknafélag Íslands

Undirskriftalisti 985 lækna var afhentur heilbrigðisráðuneytinu í morgun. Læknarnir vísa allir ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld. 

Theódór Skúli Sigurðsson, Steinunn Þórðardóttir, Berglind Bergmann og Jón Magnús Kristjánsson afhentu þeim Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra og Birgi Jakobssyni, fyrrverandi landlækni og nú aðstoðarmanni ráðherra, undirskriftirnar við anddyri heilbrigðisráðuneytisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Læknafélags Íslands og þar má sjá yfirlýsingu lækna.

Í tilkynningunni kemur fram að spurt hafi verið hvers vegna ráðherrann hefði ekki verið sjálfur viðstaddur afhendinguna og svaraði Ásta ráðuneytisstjóri: „Hún er upptekin í öðru. 

Undirskriftum var safnað á lokaðri Facebook-síðu og eru enn undirskriftir að berast og eru nú 1.001. Í tilkynningunni segir að undirtektirnar séu langt umfram væntingar en sýni hvað staðan sé erfið í íslensku heilbrigðiskerfi.

mbl.is