Barnahús sprungið vegna stafrænna kynferðisbrota

Mikil fjölgun varð á tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur …
Mikil fjölgun varð á tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins miðaðvið samatíma í fyrra. mbl.is/Hari

Mikil fjölgun hefur orðið á tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna kynferðisofbeldis milli ára. Fyrstu þrjá mánuði ársins voru þær alls 224 eða 86,7% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Í nýrri samantekt Barnaverndarstofu kemur fram að sá fjöldi tilkynninga sem bárust til barnaverndarnefnda landsins vegna kynferðislegs ofbeldis fyrstu þrjá mánuði ársins er svipaður og á fyrstu sex mánuðum síðastliðinna ára.

„Þetta skýrist að hluta af þeim fjölda mála sem komið hafa upp er varða stafrænt kynferðisofbeldi,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Hún segir að gerendur í slíkum málum séu gjarnan stórtækir og fórnarlömb í einu lögreglumáli geti jafnvel verið 10-15 talsins. „Þessum málum byrjaði að fjölga seint á síðasta ári. Þetta er kannski í takt við þá stöðu í samfélaginu sem Covid bjó til og okkur grunaði að gæti komið upp. Þá voru allir meira heima hjá sér og gerendur reyndu að setja sig í samband við börn í gegnum netið. Þessar tölur staðfesta þær grunsemdir.“

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Heiða að þessi fjöldi mála hafi aukið álag á barnaverndarkerfið sem hafi verið veikt fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »