„Í skýjunum yfir þessu“

Arnar kláraði 400 kílómetrana með sína nánustu sér við hlið …
Arnar kláraði 400 kílómetrana með sína nánustu sér við hlið í dag. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er bara í skýjunum yfir þessu,“ segir Arnar Helgi Lárusson eftir að hafa hjólað 400 kílómetra á 22 klukkustundum og 14 mínútum með höndunum einum, til þess að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og safna fyrir fjórum sérútbúnum hjólum fyrir hreyfihamlaða.

„Ég er pínu þreyttur,“ segir hann og kveðst hlakka til að komast í rúmið eftir um sólarhringsvöku.

Erfitt í kuldanum í nótt

Leiðin var brösótt eins og gefur að skilja þótt þetta hafi hafist á endanum. Arnra lenti í tómum vandræðum í kuldanum í nótt og dvaldi í tvo og hálfan tíma hótelherbergi á Kirkjubæjarklaustri, þar sem hann hafði sína nánustu með sér. „Ég var akkurat búinn með 200 kílómetra og fór í heita sturtu og það dugði til að halda áfram,“ segir hann.

„Ég er virkilega stoltur af öllu teyminu sem var með mér. Það eiga allir hrós skilið. Þetta hefði ekki verið hægt að án þess að vera með svona frábæran hóp með sér,“ segir hann að lokum. 

Arn­ar lenti í mótor­hjóla­slysi í sept­em­ber árið 2002, þá 26 ára gam­all, þar sem hann lamaðist frá brjósti og niður. Hann hef­ur ekki látið það hindra sig í að hreyfa sig og stunda íþrótt­ir en hann hef­ur stundað lyft­ing­ar, hjóla­stóla-race og handa­hjól­reiðar og er í dag formaður SEM-sam­tak­anna.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert