Ísbjörninn reynist líklega vera álft

Ummerkin eru til rannsóknar en líklegt þykir að þau séu …
Ummerkin eru til rannsóknar en líklegt þykir að þau séu eftir álft. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er að öllum líkindum ummerki eftir álft en ekki ísbjörn,“ segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði, í samtali við mbl.is en lögreglan á Vestfjörðum fékk í gær­kvöldi til­kynn­ingu frá göngu­hópi á Horn­strönd­um um um­merki eft­ir óþekkt dýr, mögu­lega hvíta­björn. 

Kristín segir að sýni séu í rannsókn en gönguhópurinn sá ekki ísbjörn með berum augum heldur fann saur og fótspor sem hann taldi hugsanlega eftir ísbjörn. „Að öllum líkindum er þetta grasæta og því er tilgátan núna að þetta hafi verið álft,“ segir Kristín og nefnir að það komi henni ekki á óvart. 

Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði.
Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði.

„Ég var þarna sjálf á laugardaginn og tók einmitt eftir hvað þetta voru rosalega stór spor og því auðvelt að ímynda sér eitthvað annað.

Ég var eiginlega ekki höfð með í þessu partíi,“ segir Kristín og nefnir að lögreglan hafi gleymt að láta hana vita af tilkynningunni fyrr en í nótt og því verði farið í að skerpa á þeim verkferlum.

Ísjakar langt frá landi

Kristín segir að Umhverfisstofnun og lögreglan sé alltaf vakandi fyrir ummerkjum eftir hvítabirni. „Við fylgjumst með stöðunni á hafísnum á svæðinu frá apríl, hvort hann sé kominn nálægt landi og hvar þá. Við erum aðallega að fylgjast með hvort ísinn sé fyrir vestan okkur, ekki endilega fyrir norðan okkur því þá myndi ísbjörninn líklega frekar fara á Skagaströnd.

Ísbirnir hafa meðal annars rekið á Skagaströnd.
Ísbirnir hafa meðal annars rekið á Skagaströnd. Rax / Ragnar Axelsson

Kristín segir að stofnunin hafi farið í flug með Landhelgisgæslunni yfir svæðið í lok maí til þess að skoða aðstæður, „það var hins vegar ekkert sem benti til þess að eftir veturinn í vetur kæmi dýr.

Hún segir þó að það hafi verið borgarísjakar inni í Hornvík fyrir hálfum mánuði sem er nágrannavík Hlöðuvíkur þar sem ummerkin fundust í gær.

Er enn hætta á að björn stígi á land?

„Það er ómögulegt að segja en ísjakarnir eru mjög langt frá landi. Við höfum því ekki áhyggjur af því núna, en maður þarf alltaf að vera vakandi.“

mbl.is