Keyrðu með restina suður með sjó

Ekki mættu nægilega margir í Laugardalshöll í dag til þess …
Ekki mættu nægilega margir í Laugardalshöll í dag til þess að klára þá skammta sem höfðu verið blandaðir. Þeir voru keyrðir til Keflavíkur og nýttir þar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki þurfti að farga einum einasta skammti af Pfizer-bóluefninu sem átti að renna út núna klukkan níu í kvöld. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir í samtali við mbl.is.

„Allir skammtarnir fóru út. Við keyrðum með alla 700 skammtana sem eftir sátu suður til Keflavíkur og þar gátum við boðað fólk sem átti að mæta í endurbólusetningu á morgun og fengum þau til þess að mæta í kvöld."

Áhyggjur voru þess efnis að farga þyrfti mörgum skömmtum af bóluefni þar sem færri mættu en gert var ráð fyrir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Svo varð að endingu ekki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina