Skrifuðu undir samstarfssamning

Arndís Soffía Sigurðardóttir sýslumaður og Katrín Jakobsdóttir í Vestmannaeyjum í …
Arndís Soffía Sigurðardóttir sýslumaður og Katrín Jakobsdóttir í Vestmannaeyjum í gær. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Arndís Soffía Sigurðardóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum, tók á móti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir utan húsið Landlyst í Heimaey í gær.

Þar skrifuðu þær undir samstarfssamning forsætisráðuneytisins og sýslumannsins, sem lýtur að kynjaðri tölfræði úr gagnagrunnum sýslumanna.

Með honum á að verða hægt að greina hvort kynjahalli sé til staðar í málum sem rekin eru innan stjórnsýslunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert