Stefnir í blíðviðris helgi

Gott veður á að vera um allt land á laugardag.
Gott veður á að vera um allt land á laugardag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hitinn náði hæstum hitatölum í dag á Sámsstöðum, veðurathugunarstöð Veðurstofu Íslands á Suðurlandi, um 17 stigum að sögn veðurfræðings á vakt. 

Spár sögðu til um að hiti gæti náð upp í tuttugu stig í dag en svo varð ekki. Veðurfræðingur segir þó að útlit sé fyrir gott veður um helgina en þó heldur hvasst norðvestan til á föstudag. Fólk á ferð með tengivagna og önnur stór ökutæki ætti því að fara varlega á ferð á milli Snæfellsness og Eyjafjarðar.

Á laugardag verður hins vegar hæg vestanátt og hitatölur 12 til 20 stig, hlýjast austanlands. Síðdegis á sunnudag gæti byrjað að rigna víða um landið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert