Þúsund skammtar eftir og allir velkomnir

Bólusetning í Laugardalshöll - Covid-19 - Covid - Kórónuveiran -
Bólusetning í Laugardalshöll - Covid-19 - Covid - Kórónuveiran - mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við eigum þúsund skammta eftir af Pfizer-bólefninu sem við viljum endilega koma út í dag. Það er engin röð og við hvetjum því fólk til þess að drífa sig niður í Laugardalshöll,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is.

Allir þeir sem fæddir eru 2005 eða fyrr mega því mæta niður í Laugardalshöll, en opið verður á meðan að birgðir endast. 

Ekki er þörf á því að eiga gamalt strikamerki í bólusetningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert