Tveir unnu milljón í Víkingalottó

Tveir heppnir miðaeigendur fá hvor sína milljónina eftir útdrátt dagsins.
Tveir heppnir miðaeigendur fá hvor sína milljónina eftir útdrátt dagsins.

Tveir heppnir miðaeigendur unnu 1.041.940 krónur hvor um sig í útdrætti dagsins í Víkingalottó. 

Annar vinningshafinn var í áskrift en hinn keypti miða á lotto.is, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá.

Þá unnu tveir í jókernum 100.000 krónur á mann, sem voru með fjórar réttar jókertölur í röð. Var annar miðinn keyptur í Happahúsinu í Kringlunni í Reykjavík en hinn í áskrift.

mbl.is