Veiðihundur seldur á uppboði

Ensku setterhundarnir eru sagðir frábærir veiðihundar.
Ensku setterhundarnir eru sagðir frábærir veiðihundar.

„Ég hef aldrei heyrt um hund á uppboði, þetta er nýtt,“ segir Guðný Rut Isaksen, framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti í Morgunblaðinu í gær uppboð til slita á sameign. Á þriðjudaginn næsta verður boðinn upp enskur setter-hundur sem kallast Rjúpnabrekku-Blakkur. Tekið er fram í auglýsingunni að greiða þurfi fyrir hundinn við hamarshögg.

Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað til þess að hundur hafi áður verið boðinn upp á vegum embættisins. Komið hefur fyrir að hestar séu boðnir upp en ekki önnur dýr.

Guðný segir við Morgunblaðið að hundar falli undir lög um lausafjárkaup. „Og það er auðvitað tímaskekkja að sömu lög gildi um hunda og að kaupa sér bíl. Þetta er eitthvað sem þarf að athuga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »