Bensínstöðvum í Reykjavík mun fækka um þriðjung

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarráð samþykkti í morgun samninga við þrjú stærstu olíufélögin um þriðjungsfækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag.

„Í mínum huga eru þetta mjög stór og jákvæð tíðindi, bæði fyrir borgina og græna framtíð,“ skrifar Dagur. „Allir þessir samningar eru olíufélögunum til hróss. Saman erum við að feta okkur í átt að grænni framtíð með góðri borgarþróun.

Hann segir borgina beita samningum og grænum hvötum til að ná margþættum markmiðum, í loftslagsmálum, þéttingu byggðar, eflingu íbúðahverfa og bættum lífsgæðum. Hann bendir á að frábært sé þegar það takist í góðri samvinnu.

Bensínstöðvar í dag.
Bensínstöðvar í dag. Myndir úr færslu borgarstjórans
Staða eftir breytingar.
Staða eftir breytingar.

Í stað bensínstöðvanna munu koma íbúðir og hverfistengd þjónusta. Áhersla var lögð á að semja um stöðvar sem eru inni í íbúðahverfum en þær bensínstöðvar sem umbreytast eru eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Álfheimar 49, þar á að byggja íbúðir auk atvinnu- og …
Álfheimar 49, þar á að byggja íbúðir auk atvinnu- og þjónustuhúsnæðis.
Birkimelur 1, þar á að byggja íbúðir auk atvinnu- og …
Birkimelur 1, þar á að byggja íbúðir auk atvinnu- og þjónustuhúsnæðis.
Skógarhlíð 16, þar á að byggja íbúðir auk atvinnu- og …
Skógarhlíð 16, þar á að byggja íbúðir auk atvinnu- og þjónustuhúsnæðis.
Skógarsel 10, þar á að breyta nýtingu lóðarinnar, núverandi mannvirki …
Skógarsel 10, þar á að breyta nýtingu lóðarinnar, núverandi mannvirki verða rifin og á henni verður reist 3-5 hæða hús, hugsanlega með matvöruverslun á hluta jarðhæðar en íbúðum í öðrum hlutum hússins.
Stóragerði 40, þar á að breyta nýtingu lóðarinnar og núverandi …
Stóragerði 40, þar á að breyta nýtingu lóðarinnar og núverandi mannverki verða rifin, á henni á síðan að reisa 4-5 hæða hús, hugsanlega með atvinnuhúsnæði á hluta jarðhæðar en íbúðum í öðrum hlutum hússins.
Ægisíða 102, þar á að breyta nýtingu lóðarinnar og núverandi …
Ægisíða 102, þar á að breyta nýtingu lóðarinnar og núverandi mannvirki verða rifin. Á síðan að reisa 2-4 hæða hús, með hugsanlegri matvöruverslun en íbúðum í öðrum hlutum hússins.
Egilsgata 5, þar á að byggja íbúðir auk atvinnu- og …
Egilsgata 5, þar á að byggja íbúðir auk atvinnu- og þjónustuhúsnæðis.
Hringbraut 12, þar ræðst framtíðarnotkun og uppbygging af nýju skipulagi …
Hringbraut 12, þar ræðst framtíðarnotkun og uppbygging af nýju skipulagi á U-reit.
Álfabakki 7, þar á að byggja íbúðir auk atvinnu- og …
Álfabakki 7, þar á að byggja íbúðir auk atvinnu- og þjónustuhúsnæðis.
Suðurfell 4, þar verður lóðinni skipt í tvær lóðir til …
Suðurfell 4, þar verður lóðinni skipt í tvær lóðir til að mynda svæði fyrir uppbyggingu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert