Helgarspáin lofar góðu

Þessir nýttu blíðskaparveðrið í gær til að setjast úti við …
Þessir nýttu blíðskaparveðrið í gær til að setjast úti við Lækjargötu og taka það rólega. Veðrið lék þá loks við íbúa höfuðborgarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Veðrið lék loks við íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær eftir nokkuð slaka frammistöðu undanfarið. Hæst náði hitinn sautján stigum á Sámsstöðum, veðurathugunarstöð Veðurstofunnar á Suðurlandi.

Spár sögðu til um að hitinn gæti náð upp í tuttugu stig í gær, en svo varð ekki. Veðurfræðingur segir að útlit sé fyrir gott veður um helgina en þó helst til hvasst norðvestan til á föstudag. Fólk á ferð með tengivagna og önnur stór ökutæki ætti því að fara varlega á ferð milli Snæfellsness og Akureyrar.

Á laugardag verður hæg vestanátt og hiti 12 til 20 stig, hlýjast austanlands. Á sunnudag gæti rignt víða um landið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert