Keyrðu skammtana í Reykjanesbæ

Erum komin áendasprettinn í bólusetningum.
Erum komin áendasprettinn í bólusetningum. mbl.is/Hari

Vel gengur að bólusetja íbúa höfuðborgarsvæðisins, en um tíu þúsund manns fengu bólusetningu með bóluefni Pfizer í gær. Þar af voru um tvö þúsund manns sem fengu ekki boð og gátu mætt eftir klukkan 15.

Ákveðið var í gær að blanda alla skammta sem til voru þar sem gert var ráð fyrir því að ekki tækist að anna allri eftirspurn. Sú reyndist ekki raunin.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að um 700 hundrað skammtar hefðu verið keyrðir um kvöldið til Reykjanesbæjar. Þar náðist að nota þá fyrir fólk sem annars átti að fá seinni bólusetningu með efninu í dag. Litlu munaði að farga hefði þurft skömmtunum.

Tilfinning Ragnheiðar og samstarfsfólks hennar er sú að markaðurinn sé orðinn mettaður.

„Við vorum með Janssen í gær og enginn mætti, svo Pfizer í dag og ekki næg mæting. Tilfinningin er sú að markaðurinn sé orðinn mettaður,“ sagði hún í gærdag. Spurð út í framhaldið benti hún á að næstu þrjár vikur væru fyrst og fremst endaspretturinn í seinni bólusetningum með efninu frá Pfizer. steinar@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert