Play hefur sig til flugs

Þessi vél Play flýgur til London.
Þessi vél Play flýgur til London. mbl.is/Þóra Birna

Klippt var á borða í Leifsstöð vegna fyrsta flugs flugfélagsins Play sem flýgur af stað til London núna klukkan 11.

Mikil stemning var meðal farþega og starfsfólks Play en boðið var upp á freyðivín og bollakökur ásamt öðrum veitingum. 

Mikið er um að vera í Leifsstöð vegna jómfrúarflugs Play.
Mikið er um að vera í Leifsstöð vegna jómfrúarflugs Play. mbl.is/Þóra Birna

Birgir Jónsson, forstjóri Play, flutti ræðu þar sem hann fagnaði þeirri miklu upprisu sem er að eiga sér stað í íslenskri ferðaþjónustu. Hann sagði í samtali við blaðamann mbl.is að þær fréttir sem bárust af Icelandair í gær, sýni áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum ferðamannaiðnaði. Það séu því ekkert nema jákvæðar fréttir fyrir Play. 

mbl.is/Þóra Birna

Vanalega er fyrsta flug flugfélaga fullt af boðsgestum en hjá Play eru aðeins borgandi farþegar. Birgir segir þetta vera að hluta til vegna Covid en ferðalög eru orðin meiri fyrirhöfn en þau voru áður. 

Stofnendur Play og forstjórinn sitja líka hjá en þeir hafa verk að vinna að fylgjast með útboðinu sem hófst líka í dag, klukkan 10.

Þeir eru með eindæmum jákvæðir og segjast finna fyrir miklum áhuga fjárfesta.

Flugþjónar og flugfreyjur mættar til leiks.
Flugþjónar og flugfreyjur mættar til leiks. mbl.is/Þóra Birna
mbl.is/Þóra Birna
Og þar fór hún í loftið.
Og þar fór hún í loftið. mbl.is/Þóra Birna
mbl.is