Svanhildur tapaði einum unga

Svanhildur með unga við Árbæjarstíflu.
Svanhildur með unga við Árbæjarstíflu. Ljósmynd/Arnór Þórir Sigfússon

Álftin Svanhildur var í gær neðan við Árbæjarstífluna með tvo unga. Álftahjónin í Elliðaárdal leiddu út þrjá unga í vor og þrír voru þeir þegar Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, taldi fugla við árnar á sunnudaginn var.

„Það getur alltaf viljað til að það tapist ungi. Þeir geta drepist af ýmsum ástæðum. Afræningi eins og minkur eða köttur getur hafa tekið hann. Ef unginn fer eitthvað frá foreldrinu þá getur þetta gerst hratt,“ sagði Arnór. Hann segir að álftirnar lifi á gróðri og nóg sé fyrir þær að éta við Elliðaárnar, bæði gras á árbakkanum og gróður í ánni.

Arnór segir ljóst að einhverjir séu að fóðra endur, gæsir, álftir og máva í hyl rétt neðan við Árbæjarstífluna. „„Það að éta of mikið brauð er ekki hollt fyrir þessa fugla. Stokkendurnar sitja bara á bakkanum og þegar maður kemur og horfir yfir þá lyftist á þeim brúnin! Ég hugsa að brauð sé ekki besti matur fyrir ungviðið á þessum tíma,“ sagði Arnór í  umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert