Vilja heildarendurskoðun dönskukennslu

Á mynd frá vinstri til hægri: Viktor Lorange, forseti, Eva …
Á mynd frá vinstri til hægri: Viktor Lorange, forseti, Eva Brá Önnudóttir, varaforseti, Geir Finnsson, gjaldkeri, Geir Zoëga, viðburðastjóri, Benedikt Bjarnason, alþjóðafulltrúi. Ljósmynd/Aðsend

Aðalfundur ungmennadeildar Norræna félagsins var haldinn í dag. Á fundinum var ný stjórn kjörin og samþykkt var að breyta nafni félagsins í Ung norræn. Auk þess telur nýkjörin stjórn að taka þurfi dönskukennslu til heildarendurskoðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Félagið telur að taka þurfi dönskukennslu í menntakerfinu til heildarendurskoðunar en það er mat Ung norræn að framkvæmd hennar skili ekki nægilega góðum árangri í að búa íslenskum ungmennum þeim tungumálagrunni sem er nauðsyn svo þeim sé kleift að nýta ágóða norræns samstarfs til fulls.

Megum ekki vera eftirbátar í norrænu samstarfi

Einnig kemur fram í tilkynningunni að stjórn félagsins telji að það sé skylda stjórnvalda að passa upp á að Íslendingar séu ekki eftirbátar í norrænu samstarfi og að stjórnvöld stuðli að því að íslensk ungmenni geti notið ágóða þess samstarfs með auknum hætti.

Stefna og markmið félagsins, Ung norræn, er að stuðla að auknu norrænu samstarfi og einnig að vekja íslensk ungmenni til vakningar um ágóða þeirra af samstarfi norðurlandi. Auk þess að þrýsta á stjórnvöld til verka í að tryggja hagsmuni ungs fólks á norrænum vettvöngum. Félagið mun, þrátt fyrir nafnabreytinguna, áfram starfa innan vébanda Norræna félagsins. Norræna félagið heldur upp á 100 ára afmæli sitt á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert