Allir farþegar skipsins komu hingað með flugi

Viking Sky kom til Reykjavíkur í gærmorgun. Ekki er búist …
Viking Sky kom til Reykjavíkur í gærmorgun. Ekki er búist við mörgum stórum farþegaskipum í ár. mbl.is/Unnur Karen

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Reykjavíkur í gærmorgun. Það var Viking Sky sem lagðist að bryggju við Skarfabakka og hefur viðdvöl þar fram á sunnudag.

Viking Sky er 48 þúsund brúttótonn og getur tekið 930 farþega. Í fyrstu ferð sumarsins eru hins vegar bókaðir um 400 farþegar. Í áhöfn eru 545.

Viking Sky sigldi hingað án farþega en þeir koma allir til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. Farþegarnir eru allir bólusettir, að því er fram kemur á heimasíðu Faxaflóahafna.

Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum munu að mestu leyti lítil og miðlungsstór farþegaskip sækja Ísland heim í ár. „Hverfandi líkur eru á því að stór skemmtiferðaskip muni koma til landsins. Það eru enn bókaðar nokkrar þannig skipakomur, en byggt á reynslu fyrra árs munu stóru skipin að öllum líkindum afbóka eftir því sem nær dregur,“ segir á heimasíðu Faxaflóahafna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert