Páll segir vandann liggja í skorti á hjúkrunarrýmum

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.

Forstjóri Landspítala, Páll Matthíasson, segir að rót vanda heilbrigðismála sé í þeirri staðreynd að einstaklingar sem lokið hafa meðferð á spítalanum fá ekki úrlausn sinna mála utan hans. Þar er einkum horft til skorts á hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram í pistli forstjóra

í pistlinum segir að unnið hafi verið að úrbótum vegna stöðu bráðamóttökunnar um langt skeið og verulegur árangur náðst. Vandinn sé hins vegar sá að sífellt bæti í álagið svo ekki dugir til. Páll segist í pistlinum binda vonir við áætlanir ríkisins að fjölga hjúkrunarrýmum síðar á þessu ári.

„Það er rétt að árétta að við starfsfólk Landspítala leggjum okkur svo sannarlega fram við að sinna öllum þeim sem á spítalanum dvelja vel, af bæði umhyggju og fagmennsku, í samræmi við gildi spítalans.“

mbl.is