Róleg nótt hjá lögreglunni

Gærkvöldið og nóttin var með heldur rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að sögn Gunnars Rúnars Sveinbjörnssonar upplýsingafulltrúa. 

Einn ökumaður var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og annar fyrir akstur undir áhrifum áfengis. 

Þá var tilkynnt um þrjú þjófnaðarmál, öll í matvöruverslunum, frá klukkan 19 í gærkvöldi til klukkan 7 í morgun. 

„Við höfum nú átt annasamari nætur,“ segir Gunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert