Sótti lottóvinning á leið í bólusetningu

Lottó
Lottó

Íbúi höfuðborgarsvæðisins sló tvær flugur í einu höggi og sótti tíu milljón króna lottóvinning í höfuðstöðvar Íslenskrar getspár á leið sinni í Covid-19-sprautu í Laugardalshöll.

Maðurinn hafði keypt lottómiða hjá Olís í Borgarnesi þegar hann átti leið þar um og fékk allar tölur réttar um síðustu helgi. 

Aðspurður sagði sá heppni að vinningurinn kæmi sér einstaklega vel þar sem hann stæði í framkvæmdum þessa dagana.

mbl.is