Þórólfur lagði til takmarkalaust Ísland

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin tilkynnti í dag um afléttingu allra takmarkana innanlands frá og með morgundeginum. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra 23. júní var slíkt hið sama lagt til. 

Sú tillaga Þórólfs sem ríkisstjórnin ákvað að bregða frá var að nýjar reglur tækju gildi 30. júní. 

Í minnisblaðinu bendir Þórólfur á að enginn hafi greinst innanlands frá því reglugerð, sem kynnt var 15. júní, tók gildi á mánudag. Bólusetning við Covid-19 hafi gengið vel og því líklegt að gott ónæmi hafi náðst í samfélaginu. Hann telji því forendur til að halda áfram í tilslökunum. 

Mikilvægt sé þó að almenningur sé hvattur áfram til að viðhafa einstaklingsbundnar sýkingavarnir, til að nota rakningarappið, til að halda sig til hlés ef upp koma veikindi sem bent geta til Covid-19 og mæta í sýnatöku. 

Í minnisblaði Þórólfs leggur hann til eftirfarandi: 

  1. Að ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands taki gildi 30. júní 2021. 
  2. Að almennar fjöldatakmarkanir verði afnumdar. 
  3. Að eins metra nándarregla verði felld niður. 
  4. Að grímuskylda verði felld niður. 
  5. Að skráningarskylda í íþróttum, líkamsræktarstöðvum, sundstöðum, sviðslistum og kórastarfi, veitinga- og skemmtistöðum falli niður. 
  6. Að líkamsræktarstöðvar og sundstaðir verði opin án takmarkana. 
  7. Að engar takmarkanir verði á íþróttum barna og fullorðinna. 
  8. Að engar takmarkanir verði hjá verslunum. 
  9. Að engar takmarkanir verði hjá veitingastöðum. 
  10. Að engar takmarkanir verði hjá skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum. 
  11. Að engar takmarkanir verði um skólastarf. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert