Útför Gunnars Birgissonar

Útför Gunnars Birgissonar fór fram frá Lindakirkju.
Útför Gunnars Birgissonar fór fram frá Lindakirkju. mbl.is/Arnþór Birkisson

Útför Gunnars Birgissonar, fyrrverandi alþingismanns og bæjarstjóra, fór fram í Lindakirkju í Kópavogi í gær. Athöfninni var einnig streymt í beinni útsendingu í Samskipahöllinni, reiðhöll hestamannafélagsins Spretts.

Auk þess var hún í beinni útsendingu á netinu. Að lokinni útför var erfidrykkja í Samskipahöllinni. Séra Sigfinnur Þorleifsson stýrði athöfninni og Óskar Einarsson sá um hljómflutning.

Þá söng Páll Rósinkranz ásamt Gospeltónum ýmis lög, til að mynda Whiter Shade of Pale eftir hljómsveitina Procol Harum auk fleiri laga eftir hljómsveitina Queen.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »