Erlendi ferðamaðurinn fundinn heill á húfi

Maðurinn fannst um fjóra kílómetra norðvestur af gosstöðvunum og hafði …
Maðurinn fannst um fjóra kílómetra norðvestur af gosstöðvunum og hafði gengið í þveröfuga átt. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Hópur björgunarsveitarmanna hefur fundið bandaríska ferðamanninn sem hefur verið leitað að síðan klukkan 15 í gær en þá varð hann viðskila við eiginkonu sína á gosstöðvunum.

Maðurinn fannst um fjóra kílómetra norðvestur af gosstöðvunum og hafði gengið í þveröfuga átt að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. 

Hann var nokkuð hress en þó lerkaður og fær nú mat og drykk hjá björgunarsveitarfólki og flýgur þyrla Landhelgisgæslunnar með manninn til byggða þar sem nokkur vegalengd er að næsta bíl björgunarsveitarinnar. Verður hann fluttur til skoðunar á sjúkrahús. 

Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni í gær …
Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni í gær og í dag. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert