Gleðin við völd í 14 gráðu hita í miðbænum

Mikil stemning var í miðbænum í dag.
Mikil stemning var í miðbænum í dag. mbl.is/Sigurður Unnar

Gleðin var allsráðandi í miðbænum í dag, enda öllum takmörkunum aflétt á miðnætti svo landinn nýtti tækifærið og sleikti sólina á götum miðbæjarins og á Austurvelli. 

Hitinn fór hæst í 14,3 gráður við Reykjavíkurflugvöll en í Víðidal fór hann í 16,1 gráðu og á Sandskeiði mældist 16,9 gráðu hiti. Hæstur var hitinn þó við Hvaldalsá á Austurlandi þar sem hann fór upp í 25,3 gráður.

Næstu daga er von á sólarglennum hér og þar en þó er ekki útlit fyrir eins bjarta daga og daginn í dag fyrr en næstu helgi. „Það verður almennt ágætlega milt. Morgundagurinn verður alveg skýjaður en það verður ágætlega bjart yfir. Mánudagurinn verður sæmilega bjartur, þá verður háskýjað en ágætlega bjart yfir,“ segir Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur. Svipað veður verður á þriðjudaginn en lágskýjað.

„Það gæti orðið alla vega bjart með köflum og einhverja sól að sjá á laugardag og sunnudaginn í næstu viku,“ segir Óli, en tekur fram að erfitt sé að rýna í spána svo langt fram í tímann.

Veðurvefur mbl.is

Miðbærinn var langt frá því að vera tómur í dag.
Miðbærinn var langt frá því að vera tómur í dag. mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert