Málin varði „lagatæknileg atriði“

Rafbíll við hleðslustöð Orku náttúrunnar.
Rafbíll við hleðslustöð Orku náttúrunnar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri harmar að Orka náttúrunnar (ON), dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, skuli hafa ákveðið að slökkva á hleðslustöðvum sínum í kjölfar þess að kærunefnd útboðsmála úrskurðaði að samningur borgarinnar við ON skyldi ógiltur.

Mun ON endurgreiða raforku á hleðslustöðvunum frá og með 11. júní vegna þessa. Dagur rifjar upp markmið umrædds útboðs í umfjöllun um það í Morgunblaðinu í dag.

„Markmiðið með útboðinu var að setja upp hleðslustaura víðs vegar um borgina fyrir þá borgarbúa sem ekki eru í aðstöðu til að hlaða heima hjá sér eða á vinnustað. Borginni finnst því bagalegt að kærunefnd útboðsmála kveði á um fyrirvaralausa óvirkni samnings sem er jafnmikilvægur fyrir orkuskipti í borginni og raun ber vitni. Kærunefnd nýtti ekki heimildir laga til að kveða á um óvirkni samningsins frá síðara tímamarki. Borgarlögmaður hefur óskað eftir því við kærunefnd útboðsmála að réttaráhrifum úrskurðar um óvirkni verði frestað en þangað til að afstaða nefndarinnar liggur fyrir verður gripið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að framfylgja úrskurðinum.“

– Hvað telur þú rétt að ON geri næst í málinu?

„Borgin hefur í ljósi úrskurðarins og stöðunnar beint því til ON að slökkva á hleðslustöðvunum. Vonandi fæst þó sem fyrst niðurstaða um beiðni okkar um frestun réttaráhrifa,“ segir Dagur m.a.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert