Fullbólusettum fjölgar mikið í vikunni

Bólusetning í Laugardalshöll.
Bólusetning í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búist er við að fullbólusettum muni fjölga um allt að 37 þúsund í vikunni en allir dagarnir fara í endurbólusetningu. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Í dag, mánudag, verða 4.000 endurbólusettir með bóluefni Moderna. Á morgun verða svo 9.000 skammtar frá Pfizer gefnir í endurbólusetningu. Þá verða tveir stórir AstraZeneca dagar í vikunni en á miðvikudag og fimmtudag verða 11-12.000 skammtar gefnir hvorn daginn.

Allar sendingar eru samkvæmt áætlun að sögn Júlíu Rósar Atladóttur, framkvæmdastjóra Distica, dreifingaraðila bóluefnanna á Íslandi. „Í síðustu viku komu 23.400 skammtar af Pfizer, sem er langstærsta sendingin sem hefur komið af bóluefnum frá þeim. Í þessari viku er áætlað að það komi jafn mikið magn,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag.

Þá segir hún að út júlí komi aðra hverja viku sendingar frá bæði Pfizer og Moderna. Þá liggi ekki fyrir áætlun um afhendingu bóluefna frá Janssen og AstraZeneca.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert