Eldgosið er í aðfluginu

Eldgosið í Geldingardölum í fullum gangi.
Eldgosið í Geldingardölum í fullum gangi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eldgosið er aðdráttarafl,“ segir Jóhannes Bjarni Guðmundsson, flugstjóri hjá Icelandair. Hjá félaginu er nú reynt eins og aðstæður og veður leyfa að fljúga yfir gosið í Geldingadölum þegar komið er til lendingar á Keflavíkurflugvelli.

Sérstaklega er reynt að sinna þessu þegar vélar félagsins á leið frá Evrópu koma til landsins, sem yfirleitt er á fjórða tímanum síðdegis.

„Þetta hefur mælst vel fyrir,“ segir Ásdís Ýrr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair í Morgublaðinu í dag.

Fólk í áhöfnum flugvéla Icelandair, sem Morgunblaðið hefur rætt við, segir farþega gjarnan spyrja þegar komið er um borð í vélarnar ytra hvort gosið sé í augsýn í aðflugsstefnu á Keflavíkurflugvöll. Eftirvæntingin sé mikil og tilhlökkun meðal ferðalanga þegar þeim sé sagt að svo sé. Þeir verða heldur ekki fyrir vonbrigðum þegar gosið blasir við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert