Enginn slasaðist í aurskriðu í Varmahlíð

Enginn slasaðist þegar aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð.
Enginn slasaðist þegar aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð. Aðsend/Erna Geirsdóttir

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði núna á fjórða tímanum í dag. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra, staðfesti í samtali við mbl.is að enginn hefði slasast við aurskriðuna. 

„Skriðan fer þarna á tvö hús, það er eitthvert tjón á þessum húsum, en við gerum okkur ekki grein fyrir því alveg hvað það er mikið, en það er verið að vinna að því á vettvangi að hreinsa frá og meta tjónið. Það slasaðist enginn,“ sagði Stefán Vagn.

Hann bætir við að lengi hafi verið fylgst með sprungunni sem olli aurskriðunni.

„Það er barð sem fer af stað, sem menn vissu að væri orðið laust. Það var kominn vinnuflokkur til þess að reyna að létta á því, en það fór áður en menn komust í það. Þetta var sprunga sem var að stækka og menn voru búnir að vera að skoða þetta, eftir því sem ég best veit. Það var búið að fylgjast með þessu í einhvern tíma,“ sagði Stefán Vagn.

Varmahlíð í Skagafirði.
Varmahlíð í Skagafirði. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert