Þórólfur fullbólusettur og ætlar kannski til Eyja

Þórólfur Guðnason er fullbólusettur.
Þórólfur Guðnason er fullbólusettur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 12 þúsund manns leggja leið sína í Laugardalshöll í dag til þess að fá seinni sprautu bóluefnis AstraZeneca. Þar á meðal er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

„Jú ég ætla að fara í bólusetningu annaðhvort í dag eða á morgun,“ sagði Þórólfur þegar mbl.is náði tali af honum í morgun. Nú er ljóst að hann ákvað að ljúka því af snemma og er því fullbólusettur.

Um 50 þúsund verða bólusettir í vikunni og er meiri …
Um 50 þúsund verða bólusettir í vikunni og er meiri hluti þeirra að fá seinni skammt og verða því fullbólusettir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Öllum takmörkunum innanlands var aflétt á föstudaginn og því margir spenntir fyrir komandi fjölmennum hátíðum á borð við Menningarnótt og Þjóðhátíð. Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum er fyrsta hátíðin af þeim toga sem haldin er í kjölfar afléttingarinnar en hún fer fram um helgina. Spurður hvort Þórólfur ætli að mæta segist hann ætla að meta það en hann er einmitt í fríi um þessar mundir.

„Jú ég hef farið undanfarin ár og er að velta fyrir mér hvað ég geri núna,“ segir hann.

Er þá ekki tilvalið að fara núna fyrst þú verður fullbólusettur?

„Jájá, hvort sem maður er fullbólusettur eða ekki þarf maður nú enn að passa sig. Það þurfa allir að passa sig,“ segir hann en á föstudaginn sagðist hann ætla að endurnýja kynni við gamla vini.

Næst síðasti stóri bólusetningadagurinn er í Laugardalshöll í dag.
Næst síðasti stóri bólusetningadagurinn er í Laugardalshöll í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert