Tófa forvitin um stöðu gossins

Lítill refur sást í vefmyndavél mbl.is.
Lítill refur sást í vefmyndavél mbl.is.

Lítil tófa sem er greinilega jafn forvitin og við mannfólkið um stöðu eldgossins í Geldingadal sást á vefmyndavél mbl.is í dag. Hún virtist vera að spóka sig á gossvæðinu.

Áður hafa heimildarmenn mbl.is komið auga á tófu í vefmyndavélinni sem gefur til kynna að þær séu meðvitað að fylgjast með stöðu gossins líkt og við hin. Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið af tófunni. 

mbl.is