Jafnvægi í rekstri náist á 3-5 árum

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gera má ráð fyrir að borgarhagkerfið verði þrjú til fimm ár að ná jafnvægi eftir kórónuveiruna. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Morgunblaðinu í dag.

Tekjur borgarinnar drógust saman, miðað við áætlanir, um 11,4 milljarða kr. á veirutímanum og mikil útgjöld féllu til.

„Við viljum vaxa út úr vandanum. Slá í og flýta framkvæmdum,“ segir borgarstjóri og nefnir þar fjárfestingaætlunina Græna planiðsem nú er starfað eftir. Samkvæmt því verða fjárfestingar borgarinnar 2021-2023 alls 175 milljarðar kr.

Dagur B. Eggertsson segist ekki hafa ákveðið hvort hann haldi áfram í stjórnmálum, en kosið verður til borgarstjórnar á næsta ári. Borgin og þróun hennar til framtíðar eigi þó hug hans allan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert