Rannsóknir fluttar til Landspítalans eftir áramót

Rannsóknir á leghálssýnum verða fluttar til Landspítalans eftir áramót.
Rannsóknir á leghálssýnum verða fluttar til Landspítalans eftir áramót. mbl.is/Sigurður Bogi

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið ákvörðun um að hefja undirbúning að því að rannsóknir á leghálssýnum verði fluttar til Landspítalans.

Ákvörðunin byggist á því að Landspítalinn telur sig nú geta sinnt rannsóknum á leghálssýnum. Einnig var ákvörðunin tekin til þess að svara gagnrýni fagaðila og almennings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Eins og áður hefur komið fram í umfjöllun mbl.is eru leghálssýni núna send til Danmerkur til rannsóknar eftir að starfsemin færðist frá krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar um áramótin.

Í tilkynningunni segir að undirbúningur fyrir flutninginn sé nú þegar byrjaður en krefst tíma þar sem nauðsynlegt er að tryggja gæði og öryggi rannsóknanna. Stefnt er að því að yfirfærslan verði framkvæmd um áramótin að því gefnu að allar kröfur verði uppfylltar fyrir þann tíma.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert