Séu ekki á ferðinni á þjóðvegum að óþörfu

Glerá fyrr í kvöld.
Glerá fyrr í kvöld. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir
Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar til íbúa þar að vera ekki á ferðinni á þjóðvegum að óþörfu vegna vatnavaxta. Búast má við áframhaldandi vatnavöxtum í ám fram á nóttina. Hugsanlegt er að ár geti jafnvel rofið vegi og skemmt brýr.

Í tilkynningu lögreglunnar sem birtist á Facebook-síðu embættisins fyrr í kvöld segir að nú þegar sé búið að loka brúnum við Þverá í Eyjafirði og einnig við Möðruvelli, þar sem Eyjafjarðrarbraut eystri og vestri mætast.
Sem varúðarráðstöfun eru því íbúar beðnir að vera ekki á ferðinni að óþörfu á vegum og sýna aðgát kringum ár og vötn.
Bæjarbúar hafa sýnt vatnavöxtunum mikinn áhuga. Þeir eru beðnir um …
Bæjarbúar hafa sýnt vatnavöxtunum mikinn áhuga. Þeir eru beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir
Á meðfylgjandi myndum, sem fréttaritari mbl.is á Akureyri tók, má sjá vatnavextina í Glerá í kvöld.

mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir
mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir
mbl.is