Stjórnarandstöðuleiðtoginn fundar með Guðlaugi

Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar.
Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. AFP

Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús, heimsækir Ísland á föstudag í boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. 

Eftir fundinn í utanríkisráðuneytinu heimsækir Tsikhanouskaya Alþingi og ræðir þar við bæði forseta Alþingis og þingmenn. Að því búnu koma þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra saman til fundar.

Síðdegis flytur svo Tsikhanouskaya erindi á viðburði Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Veröld – húsi Vigdísar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra flytur upphafsávarp og að loknu erindi Tsikhanouskayu verða pallborðsumræður.

Tsik­hanovskaya hef­ur búið í Viln­íus, höfuðborg Lit­há­ens, síðan á síðasta ári. Þangað flúði hún eft­ir að hafa gagn­rýnt for­seta­kosn­ing­arn­ar í Hvíta-Rússlandi í ág­úst það ár. Tsik­hanovskaya bauð sig fram gegn Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, sem verið hef­ur for­seti lands­ins frá 1994, í kosn­ing­un­um. Niður­stöðurn­ar, sem segja Lúka­sj­en­kó hafa hlotið 80% at­kvæða, eru sagðar falsaðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert