Þéttbókað hjá Play

Fyrsta Berlínarflug Play verður í dag.
Fyrsta Berlínarflug Play verður í dag. Ljósmynd/Birgir Steinar

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir félagið hafa selt tugþúsundir flugsæta. Búið sé að selja í annað hvert flugsæti í júlí en síðan sé þéttbókað í ágúst og í haust.

Play hefur áætlanaflug til Berlínar í dag og á næstu þremur vikumbætast við fjórir nýir áfangastaðir.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir félagið verða með 30 áfangastaði í júlí. Þar af 20 í Evrópu og 10 í Norður-Ameríku. Svo bætist við þrír áfangastaðir í Evrópu í ágúst og einn í Norður-Ameríku. Með því verði samtals 34 áfangastaðir í boði innan nokkurra vikna. Með auknu framboði brugðist við aukinni eftirspurn.

„Bókunarflæðið hefur verið nokkuð sterkt, sérstaklega Bandaríkjamegin, síðustu vikur. Við erum að sjá gætis teikn inn á haustið og veturinn. Við gerum ráð fyrir að vera með metnaðarfulla flugáætlun í haust og vetur. Staðan er nokkuð góð og bókunarflæðið endurspeglar það,“ segir Bogi Nils í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert