Íslendingar í fararbroddi

Hildigunnur H. Thorsteinsson og Bjarni Pálsson koma að skipulagningu ráðstefnunnar.
Hildigunnur H. Thorsteinsson og Bjarni Pálsson koma að skipulagningu ráðstefnunnar.

World Geothermal Congress, WGC, er stærsta jarðhitaráðstefna í heimi og er haldin af International Geothermal Association. Ráðstefnan fer í ár bæði fram í Hörpu og á netinu.

Mun þetta vera umfangsmesta stafræna verkefni sem Harpa hefur tekið þátt í og langstærsta ráðstefna sem haldin hefur verið með stafrænni lausn Advania.

„Þetta er búið að vera í undirbúningi núna í mörg ár, alveg frá árinu 2013 og átti að halda í apríl í fyrra en vegna aðstæðna höfum við þurft að breyta forminu þannig að við erum í rauninni að halda röð vefviðburða sem eru í beinni útsendingu frá Hörpu og síðan ætlum við að enda þetta með glæsilegri ráðstefnu í hörpu í október,“ segir Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar WGC, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Á ráðstefnunni er fjallað um nýjustu strauma í jarðhitanýtingu svo sem fjölnýtingu jarðhita, matvælaframleiðslu, heilsuferðamennsku og ýmiss konar iðnað sem byggir á affalli frá jarðhitaorkuverum. Jarðhitasérfræðingar frá um 70 löndum deila þekkingu sinni og kynnt verða rúmlega 2.000 rannsóknarverkefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert