Áhrif COVID-19 drógu úr losun gróðurhúsalofttegunda

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi dróst saman um 5% milli áranna …
Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi dróst saman um 5% milli áranna 2019 og 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Umhverfisstofnunnar dróst losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi saman um 5% milli áranna 2019 og 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu vef Stjórnarrásins.

Losun frá vegasamgöngum dróst saman um 13% og losun frá kælimiðlum (F-gösum) um 16%. Þá jókst losun frá jarðvarmavirkjunum hins vegar um 7% og losun vegna úrgangs um 12%.

Í tilkynningunni segir að gera má ráð fyrir að losun vegna umferðar á vegum aukist á ný á þessu ári vegna aukins ferðamannastraums. Losun frá alþjóðaflugi dróst saman um 73% og alþjóðasiglingum um 58% í fyrra. Sú losun fellur þó utan skuldbindinga Íslands í loftslagsmálum og er samdráttur á þessum sviðum ekki reiknaður með í ofangreindum heildartölum um samdrátt í losun Íslands.

Umfang vegasamgangna í losun Íslands, sem og bráðabirgðagreiningar á eldsneytiskaupum leiða í ljós að samdráttur í losun frá vegasamgöngum helgaðist fyrst og fremst af fækkun ferðamanna milli 2019 og 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert