Gígurinn fylgir ekki flæðinu

Hraunið hefur runnið niður í gegnum Nátthaga og gátu gestir …
Hraunið hefur runnið niður í gegnum Nátthaga og gátu gestir á gosstöðvunum í gær séð hversu stutt er til hafs og að Suðurstrandarvegi. mbl.is/Unnur Karen

„Mér finnst eitt það athyglisverðasta við þetta gos vera að það virðast ekki vera bein tengsl á milli hraunflæðisins og virkninnar í gígnum,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, um eldgosið í Geldingadölum og breytingar sem hafa sést í virkni gígsins.

„Ef við förum að sjá bein tengsl þar á milli geta breytingar á gígvirkninni farið að segja okkur eitthvað um breytingar á heildarhegðun gossins. Á meðan þetta er svona aðskilið þá heldur bara gosið áfram þótt það sé eitthvert sjónarspil í gígnum.“

Hann sagði að gígurinn væri í sínum fasa. Það sem stjórni breytilegri hegðun hans séu fyrst og fremst breytingar í efstu 100 metrum gosrásarinnar. Ef þar er einhvers konar miðlunargeymir og lögun hans breytist breytist útstreymið. Þorvaldur telur að mögulega hafi þessi hluti gosrásarinnar breikkað og geymirinn stækkað. Því taki það nýja kviku lengri tíma að fylla á tankinn og á meðan detti allt í dúnalogn í gígnum. Þegar tankurinn fyllist og virknin fer aftur af stað tæmist tankurinn að miklu leyti og svo koll af kolli. Hléin milli hrina verða lengri vegna þess að tankurinn hefur stækkað. Tankurinn hafi líklega verið þrengri, en jafn hár og nú, þegar kvikustrókavirknin var tíðari. Á meðan streymi kvika út í hraunið eftir hraunrásum undir yfirborði.

„Þessi gosrás er í raun 17 kílómetra löng. Þótt þumallinn sé aðeins settur á stútinn allra efst þá hefur það lítil áhrif á 17 km dýpi. Það þurfa að verða verulegar breytingar á öllu aðfærslukerfinu til að stoppa hraunkvikuna í að koma upp.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Loka