Líklega þarf stóran atburð til að stoppa gosið

Gígurinn er með bláum lit en helstu virknisvæðin eru rauð …
Gígurinn er með bláum lit en helstu virknisvæðin eru rauð og gul. Gervitunglamynd/LANDSAT-8

Líklega þarf töluvert stóran atburð til að hafa þau áhrif á gosrásina í Geldingadölum sem skera úr um hvort eldgosið heldur áfram eða hættir, að mati Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.

Til dæmis um slíkan atburð nefnir hann flekahreyfingar eða sterkan jarðskjálfta. Auk þess er kvikuflæðið upp gosrásina ekki óþrjótandi. Einhvern tíma komi að því að það vanti kraft til að drífa meiri kviku þar upp. Ekki er þó að sjá neitt lát á því enn sem komið er.

Þorvaldur sagði að yfirborðsvirknin segi ekkert um kraftinn í gosrásinni né heldur óróinn sem mælist. Óróinn stjórnist fyrst og fremst af ferlum sem verði efst í gosrásinni. Verði breytingar í gígnum breytist óróinn.

Í Morgunblaðinu í dag segir Þorvaldur að ef svo mikið dragi niður í gosinu að gígurinn falli saman geti gosrásin stíflast. Þá geti kvikan mögulega leitað eitthvað annað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »