Vigdís Birna rauðhærðasti Íslendingurinn

Vigdís Birna, rauðhærðasti Íslendingurinn 2021, ásamt Fríðu Kristínu viðburðastýru Akraneskaupstaðar.
Vigdís Birna, rauðhærðasti Íslendingurinn 2021, ásamt Fríðu Kristínu viðburðastýru Akraneskaupstaðar. Ljósmynd/ Sunna Gautadóttir

Vigdís Birna vann titilinn rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2021 á Írskum dögum á Akranesi um helgina. Keppnin var haldin í tuttugasta og annað skiptið og alls voru 12 einstaklingar skráðir til leiks þetta árið. Vigdís hlaut í verðlaun 50 þúsund króna gjafabréf frá Iceland Air.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Vigdís Birna er 13 ára og býr á Akranesi og á Hvítárvöllum í Borgarfirði.

Helga Dís hlaut 2. sæti í keppninni rauðhærðasti Íslendingurinn.
Helga Dís hlaut 2. sæti í keppninni rauðhærðasti Íslendingurinn. Ljósmynd/Sunna Gautadóttir

Helga Dís hafnaði í öðru sæti keppninnar og Rúrik Logi í því þriðja og hlutu þau gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun. 

Rúrik Logi hlaut 3. sæti í keppninni rauðhærðasti Íslendingurinn.
Rúrik Logi hlaut 3. sæti í keppninni rauðhærðasti Íslendingurinn. Ljósmynd/Sunna Gautadóttir

Í tilkynningu er haft eftir Fríðu Kristínu viðburðarstýru Akraneskaupstaðar að helgin hafi gengið vel fyrir sig. Heilmikið hafi verið um að vera í bænum og ættu allir að hafa fundið eitthvað við sitt hæfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert