Hæstánægð áhöfn í útsýnisflugi yfir Reykjavík

Flugfélagið Play bauð fjölmiðlum að skoða eina af þremur vélum félagsins með útsýnisflugi yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Vélin er um eins árs gömul, af gerðinni Airbus A321Neo og var áhöfnin hæstánægð með að vera komin aftur um borð, eftir hlé sökum kórónuveirufaraldursins. 

Með um borð var forstjóri Play, Birgir Jónsson, sem segir að eftir langt og strangt ferli við að koma félaginu í loftið, taki nú loksins við verkefni tengd almennum rekstri þess. 

Birgir sagði í ræðu sinni um borð að forsvarsmenn félagsins fyndu til ábyrgðartilfinningar eftir að hafa verið sýnt gríðarlegt traust fjárfesta í nýafstöðnu hlutafjárútboði félagsins.

mbl.is