Eigandi 54,5 milljóna vinningsmiða ófundinn

Vinningshafi sem fékk fjórfaldan pott, rúmlega 54,5 milljónir króna, í lottó 12. júní síðastliðinn hefur enn ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. 

Miðinn var keyptur á N1 Háholti í Mosfellsbæ og biðlar Íslensk getspá til allra þeirra sem keyptu sér miða hjá N1 Háholti fyrir útdráttinn 12. júní að renna vel yfir miðana og tölurnar í von um að stóri vinningurinn komist sem fyrst í réttar hendur.

mbl.is