Áfram hlýjast austan til

Einna hlýjast verður á Mývatni í dag og á morgun, …
Einna hlýjast verður á Mývatni í dag og á morgun, sem og annars staðar á hálendi norðan Vatnajökuls. Ljósmynd/Árni Einarsson

Veðurhorfur á landinu í dag og á morgun gera ráð fyrir að best muni viðra á austanverðu landinu, eins og verið hefur undanfarna daga. Hiti á Egilsstöðum í dag og á morgun verður upp undir 20 gráður en þó má gera ráð fyrir að hafgola kæli aðeins. 

Hlýjast verður að öllum líkindum á hálendi norðan Vatnajökuls þar sem búast má við að hitinn fari upp í allt að 24 stig með deginum. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó að net mæla veðurstofunnar á svæðinu sé ekki sérstaklega þétt og því næst ekki endilega að mæla þann hita er verður hæstur. 

Sunnan og vestan til verður skýjað að mestu og hiti í kringum 13 gráður. Enn þá milt eins og verið hefur en lítið mun sjást til sólar. 

Svona verður þetta alla helgina að mestu en á mánudag má gera ráð fyrir rigningarskilum á vestanverðu landinu sem færast yfir með suðaustanátt. Áfram verður þó hlýtt að sögn veðurfræðings, þrátt fyrir vætuna.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert