Breskt herskip lónar í Skagafirði

HMS Northumberland lónir í Skagafirði.
HMS Northumberland lónir í Skagafirði. mbl.is/Björn Jóhann

Breska herskipið HMS Northumberland lónar nú í Skagafirði. Skipið lagðist við akkeri út af Lundey í gær, en samkvæmt frétt á facebooksíðu Skagafjarðarhafna er áhöfnin „sennilega í lundaskoðun“.

Á vef breska sjóhersins segir að HMS Northumberland sé freigáta, nefnd í höfuðið á hertoganum af Northumberland. Skipið var upphaflega hannað fyrir hernað gegn kafbátum, en hefur verið notað í ýmiskonar verkefni. Á síðunni kemur einnig fram að skipið sé sem stendur í verkefni. 

Í júní var skipið notað í hernaðaræfingar fyrir norska sjóherinn áður en það sinnti varnarskyldum á fundi G7-ríkjanna í Cornwall.

Skipið er 4.900 tonn, 133 metra langt og fer mest á 28 hnúta hraða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert