Eftirsóknarverð staða

Víða vantar fólk til starfa um þessar mundir, svo sem …
Víða vantar fólk til starfa um þessar mundir, svo sem vegna ýmissa verklegra framkvæmda. Frá gangstígagerð á Selfossi um helgina þar sem nýr miðbær var opnaður. mbl.is/Sigurður Bogi

Staðan í efnahagslífinu dag er um margt eftirsóknarverð og henni megum við ekki tapa. Efnahagsmálin hljóta því að verða áhersluatriði í kosningabaráttu haustsins. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið.

Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins segir að efnahagsbatinn verði …
Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins segir að efnahagsbatinn verði hraður. mbl.is/Sigurður Bogi

Víða uppbygging

Fulltrúar samtakanna hafa að undanförnu tekið hús á atvinnurekendum víða um land og kynnt sér stöðuna. „Fyrirtækin hafa flest fengið byr í seglin og þau verða, að því er virðist, fljót úr algjörri kyrrstöðu í eðlilegt ástand,“ segir Halldór. Víða séu stór uppbyggingarverkefni og fjárfestingar. Á vegum sveitarfélaga sé víða unnið að umhverfisbótum og innviðagerð. Í ferðaþjónustu er margt í gangi og sama megi segja um sjávarútveg og sprotana þar. Í uppsveiflunni nú vanti víða fólk til starfa.

„Að undanförnu höfum við heyrt frá stjórnendum fyrirtækja, svo sem í sjávarútvegi, verslun og þjónustu og ferðaþjónustu, sem segja að þrátt fyrir talsvert atvinnuleysi gangi illa að fá fólk til vinnu. Slíkt gengur ekki. Íslenski hugsunarhátturinn er sá að við eigum að taka þeirri vinnu sem býðst hverju sinni. Ef þau viðhorf eru breytt þarfnast það umræðu, ekki bara í atvinnulífinu, verkalýðshreyfingu og stjórnmálunum, heldur við eldhúsborðið á öllum heimilum landsins,“ segir Halldór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert